tisa: apríl 2009

föstudagur, apríl 24, 2009

Nennleikinn í lágmarki

Sumarið er byrjað.
Ehhhh....

Dagurinn var samt eiginlega týpískt íslenskt sumar í heild.
Ekkert það hlýtt og meiri rigning en maður kærir sig um en þó örlítið sólskin inni á milli.

En ég var að sjálfsögðu í vinnunni.
Sjoppudama af lífi og sál.
Sjoppudaman barðist við brjáluð unglingagengi sem keyptu næstum alla orkudrykkina í sjoppunni og urðu enn brjálaðari.  
Hún dílaði við börn sem gengu um á einhverskonar kengúruprikum sem maður festir við lappirnar á sér og skoppuðu út um allt.  
Mattsattax, Mattsattax!!! Görguðu þau í kór.
Svo fraus lottóvélin.
Gaurinn sem gaf mér bjór í vinnunni af því ég gat giskað á hvað hann væri gamall kom og við spjölluðum um hvort hann ætti frekar að hafa pinnamat eða snakk í partíinu sínu.


Ég sit hér alein í myrkrinu og nenni ekki að standa upp til að kveikja ljósið.
Er að jafna mig eftir daginn.
Átti ekki neinn mat svo ég borðaði eintómt pasta og síðan smá haframjöl af því að ég nennti ekki út í búð.
Ég horfði á tvær leiðinlegar myndir.
Ég horfði á tvo skemmtilega þætti.
Og til að enda þetta kvöld með stæl ætla ég að lesa bók um neanderdalsmenn.

Líf mitt er villt og tryllt og mig langar í vínglas.
Bara ef ég nennti að standa upp.



tisa at 00:09

3 comments

mánudagur, apríl 20, 2009

Upprisin

Ég er komin aftur. 
Aftur.

Ástæðan fyrir því að ég blogga sjaldan er margþætt.
E Channel, Facebook og sú staðreynd að engin nema systir mín les þetta vegur mest þar.

Á þessum mánuði sem liðin er frá því að ég skrifaði hér seinast hefur margt gerst.
Bara ekki í mínu lífi.
Ég er í skólanum bara.
Nú, og í vinnunni.
Ég fer í próf af og til og skálda stórkostlega í eyðurnar þar.
Ég fór í munnlegt próf í þýsku og vissi ekki að ég ætti að vita hvað pabbi hennar Elínar heitir og hvernig hund hún á.
Ígghh læse nígght læsebúghhenn!!! sagði ég á reiprennandi þýsku og fékk 6 í prófinu.
Svo skrópaði ég stíft og las bók um steinaldarstelpuna Aylu í staðin fyrir skólabók.

Kannski að stærstu fréttirnar séu þær að ég er ólétt.
Já, eða svo segir eitthvað random fólk sem ég hitti í sjoppunni og úti á götu.

Kúnni: Heyrðu!! Hvað ertu eiginlega komin langt á leið?
Fituhlussan ég:  Án djóks?
Kúnni:  Já, nei bara sko... Ég er bara forvitin því konan mín er ólétt líka.
Fituhlussan ég: LÍKA?
Kúnni: já....

Aldrei á ævinni hef ég séð neinn roðna jafn mikið eftir að ég tilkynnti honum að ég væri sko ekki ólétt og maður á aldrei ALDREI að spyrja stúlkur hvort þær séu ófrískar nema þær séu gengnar að minnsta kosti 9 mánuði og maður rekist á þær upp á fæðingadeild.  ALDREI!

Þetta var ekki einangrað tilfelli þar sem að ég frétti að einn fastakúnninn hefði verið spyrjast fyrir um hvort ég væri ólétt líka.

Haldið kjafti!!!
Mér finnst bara Vogaídýfa góð.
Ókei!


Páskarnir komu og fóru og ég borðaði páskaegg frá Nóa Siríusi númer fjögur.
Ég fór í tvær fermingar.
Og ég fór í þónokkra göngutúra.
Fór á smávegis fyllerí.
Fór á hausinn.
Þakkaði mínum sæla fyrir að eiga vísakort.
Ég keypti mér alltof dýra skó.
Þakkaði aftur mínum sæla fyrir vísakortið góða.
Eldaði góðan mat.
Eldaði vondan mat.
Rökræddi um kisunöfn.
Barbara Walters og Clint Eastwood komu sterkt til greina.
Og hafði það bara notalegt yfir höfuð.

En nú er skólinn byrjaður aftur og dauðinn er yfirvofandi.
Það er lokaprófið í íslensku.
Dauði.

Það sagði mér stelpa að ég væri í flottum kjól í vinnunni.
OG ÞAÐ VAR SKO BIRGITTA FOKKING HAUKDAL.

Og hún er ólétt.
Eða bara fituhlussa eins og ég.







tisa at 11:13

2 comments